Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ungrar stúlku sem fannst um borð í báti í gær eftir að leitað hafði verið að henni. Skipverji á bátnum var handtekinn við komuna í land en honum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá fjöllum við um efnið Naloxone sem nýtist ópíóðasjúklingum en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lyfið í lausasölu. 

Einnig fjöllum við um kosningarnar í Finnlandi þar sem urðu nokkrar breytingar, en Sanna Marin forsætisráðherra viðurkenndi ósigur í gærkvöldi. 

Að auki segjum við frá pallborði sem verður á Vísi síðar í dag þar sem rafbyssur verða til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×