Edda hætt á Heimildinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 08:37 Edda Falak greindi ritstjórn Heimildarinnar nýlega frá því að hún hafi ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku í viðtölum fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41