Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:20 Listamennirnir voru í svo miklu stuði að þeir hentu í eina sjálfu í Smáranum. @hreimur78 Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti. Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti.
Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira