Viðskipti innlent

Anna Regína nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anna Regína Björnsdóttir er nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi.
Anna Regína Björnsdóttir er nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Hún tekur við af Einari Snorra Magnússyni sem kveður nú fyrirtækið eftir yfir tuttugu ára starfstíma.

Síðustu þrjú ár hefur Anna Regína starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs en þar áður var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hún er með M.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði. 

„Coca-Cola á Íslandi er leiðandi fyrirtæki er varðar styrkleika vörumerkja, þjónustu við viðskiptavini, sjálfbærnismál og mannauðsmál. Fyrirtækið byggir á sterkum grunni og yfir 80 ára sögu á íslenska drykkjarvörumarkaðinum,“ er haft eftir Önnu Regínu í fréttatilkynningu. 

Einar Snorri Magnússon hefur gegnt starfi forstjóra Coca-Cola á Íslandi frá árinu 2018 en hann óskaði nýverið eftir að fá að láta af störfum. Einar hóf störf hjá Vífilfelli 2001 og hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum frá þeim tíma. Hann mun vera nýjum forstjóra innan handar næstu vikurnar.

Einar Snorri Magnússon sagði starfi sínu sem forstjóri nýlega lausu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×