FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 12:53 Vonir eru bundnar við að breytingin dragi úr dauðsföllum af völdum ofneyslu ópíóða. Getty/Justin Sullivan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið. Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið.
Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“