Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 10:32 Vegagerðin segir mikilvægt að ákvörðunarvaldið um hámarkshraða liggi hjá stofnuninni. Vísir/Egill Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira