Viðskipti innlent

Pálmi ráðinn til Ár­vakurs

Atli Ísleifsson skrifar
Pálmi Guðmundsson hætti hjá Símanum síðasta sumar.
Pálmi Guðmundsson hætti hjá Símanum síðasta sumar. Aðsend

Pálmi Guðmunds­son fjöl­miðla- og rekstr­ar­hag­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn for­stöðumaður þró­un­ar­mála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára.

Sagt er frá ráðningunni í Morgunblaðinu í morgun.

Áður en hann hóf störf hjá Símanum var hann fram­kvæmda­stjóri dag­skrár- og markaðssviðs 365 miðla á árunum 2007 til 2013 og dagskrárstjóri Skjá eins frá 2013 til 2015. Þá var hann markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins á árunum 2001 til 2006.

Pálmi stundaði fjöl­miðla- og rekstr­ar­hag­fræði við Walter Cronki­te School of Journa­lism í Arizona State Uni­versity. Hann hefur auk þess stundað nám við IESE Uni­versity of Navarra í New York og Har­vard Law í Bost­on.

Pálmi var í hópi umsækjenda um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem auglýst var laus til umsóknar í lok síðasta árs, eftir að tilkynnt var að Laufey Guðmundsdóttir myndi hverfa úr embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×