Lesfimleikar þingmanns Heiða María Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2023 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun