Mikil vanræksla og ofbeldi í æsku Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:10 Magnús Aron Magnússon í dómsal í gær. Vísir/Vilhelm Geðlæknar og sálfræðingar sem mátu andlegt ástand Magnúsar Arons Magnússonar segja hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en hann sé líklegast á einhverfurófinu. Faðir Magnúsar neitaði að senda hann í greiningarviðtal eftir að hann hitti sálfræðing á unglingsaldri. Alls gáfu einn sálfræðingur og þrír geðlæknar skýrslur fyrir dómi í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem ákærður er fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi lét lífið. Geðlæknarnir voru allir sammála um það að þrátt fyrir að Magnús hafi sýnt einhver einkenni persónuleikaröskunar þá sé hann að öllum líkindum ekki haldinn röskuninni eða öðrum alvarlegum geðsjúkdómum. „Það er ekkert sem bendir til þess að hann sé haldinn alvarlegri geðveiki. Ekkert sem bendir til þess að hann hafi á þessum tíma ekki getað stjórnað hegðun sinni. Ekkert sem gefur í skyn að refsing geti ekki borið árangur,“ sagði einn læknanna. Ekki góðar heimilisaðstæður Einkenni persónuleikaröskunarinnar má mögulega rekja til aðstæðna á heimili Magnúsar er hann var að alast upp. Foreldrar hann skildu þegar hann var ungur og við tók þung forræðisdeila milli foreldra hans. „Við töldum að líklegast væri hann með væga einhverfu en gátum ekki að fullu greint það. Hann lenti í mikilli vanrækslu og ofbeldi. Honum var aldrei hjálpað við að aðlagast í lífinu og í þjóðfélaginu. Hann hefði þurft allt öðruvísi uppeldi miðað við aðstæður. Foreldrar stóðu í veg fyrir á tímabili að hann fengi þá hjálp sem hann þyrfti,“ sagði einn læknanna. Fyrir dómi sagði einn læknanna að Magnús hafi verið eðlilegur í samskiptum alveg fram á fyrsta ár í grunnskóla. Eftir það fór honum að hraka í samskiptum við annað fólk og fór honum mikið versnandi með árunum. Í Covid hafi hann einangrast alveg algjörlega og haft lítil samskipti við annað fólk, fyrir utan móður sína sem hann bjó með og tvo félaga í Bandaríkjunum og Kanada sem hann spilaði tölvuleiki með. Mildaðist þegar á leið Í upphafi viðtala sinna við geðlæknanna var Magnús stressaður. Hann virtist tortrygginn og sagði einn læknanna að honum hafi ekki liðið eins og hann væri öruggur í kringum hann. Voru allir þeir sammála að líklegast væri Magnús á einhverfurófinu, þá sérstaklega út frá því hvernig hann hagaði sér og talaði. „Hann er með eðlilega greind, hann er á einhverfurófi þó það hafi ekki verið hægt að sanna það. Hann áttaði sig alveg á því að þarna hafi hann gert rangt og það kom eftirsjá fram hjá honum. Við tókum líka eftir að í gæsluvarðhaldinu þar sem hann þarf að umgangast fólk að hann hafði áhuga á að bæta sig í samskiptum og leitaði ráða bæði hjá ættingjum og hjá fangavörðunum um hvernig hann ætti að haga sér. Við teljum að hann geti lært,“ sagði einn læknanna. Þegar Magnús var tólf eða þrettán ára þá var hann látinn hitta sálfræðing. Sálfræðingurinn óskaði eftir því að Magnús færi í frekari greiningar en faðir hans neitaði því. Magnús hafði sjálfur á þessum tíma lítinn áhuga á aðstoð. Fær rétta aðstoð í fangelsi Læknarnir sammæltust um það allir að Magnús þyrfti á aðstoð að halda, aðstoð sem hann gæti fengið í fangelsi þar sem þar starfi geðheilsuteymi. Hann þurfi að vinna í samskipta og félagslegum hæfileikum sínum. Á þeim tíma sem hann réðst að Gylfa var móðir Magnúsar á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hjartaáfall. Einn þeirra lækna sem gaf skýrslu sagði Magnús jafnvel hafa talið á þessum tíma að hún væri dauðvona. Hún var sú sem sá um hann, keypti í matinn og allt. Hann var ekki í námi og ekki í vinnu. Magnús hefur einungis einu sinni verið í vinnu og var þegar hann var í unglingavinnunni. Þar var honum vikið úr starfi. „Hann hafði sofið mjög lítið því hann var að snúa sólarhringnum aftur. Túlkaði hluti á versta veg. Hann umgengst eiginlega ekki neinn annan en hana, hann var háður henni. Hann var ekki með neinar tekjur sjálfur,“ sagði einn læknanna. Dómsmál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22 Nágrannarnir fylgdust með hörmungum í næsta garði Nágrannar Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson við Barðavog í Reykjavík í fyrrasumar lýstu því fyrir dómi hvernig þau sáu Magnús traðka á Gylfa á meðan hann lá meðvitundarlaus fyrir utan hús sitt. Magnús sagðist fyrir dómi ekki hafa snert manninn eftir að hann féll á jörðina meðvitundarlaus. 29. mars 2023 15:43 Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Alls gáfu einn sálfræðingur og þrír geðlæknar skýrslur fyrir dómi í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem ákærður er fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi lét lífið. Geðlæknarnir voru allir sammála um það að þrátt fyrir að Magnús hafi sýnt einhver einkenni persónuleikaröskunar þá sé hann að öllum líkindum ekki haldinn röskuninni eða öðrum alvarlegum geðsjúkdómum. „Það er ekkert sem bendir til þess að hann sé haldinn alvarlegri geðveiki. Ekkert sem bendir til þess að hann hafi á þessum tíma ekki getað stjórnað hegðun sinni. Ekkert sem gefur í skyn að refsing geti ekki borið árangur,“ sagði einn læknanna. Ekki góðar heimilisaðstæður Einkenni persónuleikaröskunarinnar má mögulega rekja til aðstæðna á heimili Magnúsar er hann var að alast upp. Foreldrar hann skildu þegar hann var ungur og við tók þung forræðisdeila milli foreldra hans. „Við töldum að líklegast væri hann með væga einhverfu en gátum ekki að fullu greint það. Hann lenti í mikilli vanrækslu og ofbeldi. Honum var aldrei hjálpað við að aðlagast í lífinu og í þjóðfélaginu. Hann hefði þurft allt öðruvísi uppeldi miðað við aðstæður. Foreldrar stóðu í veg fyrir á tímabili að hann fengi þá hjálp sem hann þyrfti,“ sagði einn læknanna. Fyrir dómi sagði einn læknanna að Magnús hafi verið eðlilegur í samskiptum alveg fram á fyrsta ár í grunnskóla. Eftir það fór honum að hraka í samskiptum við annað fólk og fór honum mikið versnandi með árunum. Í Covid hafi hann einangrast alveg algjörlega og haft lítil samskipti við annað fólk, fyrir utan móður sína sem hann bjó með og tvo félaga í Bandaríkjunum og Kanada sem hann spilaði tölvuleiki með. Mildaðist þegar á leið Í upphafi viðtala sinna við geðlæknanna var Magnús stressaður. Hann virtist tortrygginn og sagði einn læknanna að honum hafi ekki liðið eins og hann væri öruggur í kringum hann. Voru allir þeir sammála að líklegast væri Magnús á einhverfurófinu, þá sérstaklega út frá því hvernig hann hagaði sér og talaði. „Hann er með eðlilega greind, hann er á einhverfurófi þó það hafi ekki verið hægt að sanna það. Hann áttaði sig alveg á því að þarna hafi hann gert rangt og það kom eftirsjá fram hjá honum. Við tókum líka eftir að í gæsluvarðhaldinu þar sem hann þarf að umgangast fólk að hann hafði áhuga á að bæta sig í samskiptum og leitaði ráða bæði hjá ættingjum og hjá fangavörðunum um hvernig hann ætti að haga sér. Við teljum að hann geti lært,“ sagði einn læknanna. Þegar Magnús var tólf eða þrettán ára þá var hann látinn hitta sálfræðing. Sálfræðingurinn óskaði eftir því að Magnús færi í frekari greiningar en faðir hans neitaði því. Magnús hafði sjálfur á þessum tíma lítinn áhuga á aðstoð. Fær rétta aðstoð í fangelsi Læknarnir sammæltust um það allir að Magnús þyrfti á aðstoð að halda, aðstoð sem hann gæti fengið í fangelsi þar sem þar starfi geðheilsuteymi. Hann þurfi að vinna í samskipta og félagslegum hæfileikum sínum. Á þeim tíma sem hann réðst að Gylfa var móðir Magnúsar á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hjartaáfall. Einn þeirra lækna sem gaf skýrslu sagði Magnús jafnvel hafa talið á þessum tíma að hún væri dauðvona. Hún var sú sem sá um hann, keypti í matinn og allt. Hann var ekki í námi og ekki í vinnu. Magnús hefur einungis einu sinni verið í vinnu og var þegar hann var í unglingavinnunni. Þar var honum vikið úr starfi. „Hann hafði sofið mjög lítið því hann var að snúa sólarhringnum aftur. Túlkaði hluti á versta veg. Hann umgengst eiginlega ekki neinn annan en hana, hann var háður henni. Hann var ekki með neinar tekjur sjálfur,“ sagði einn læknanna.
Dómsmál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22 Nágrannarnir fylgdust með hörmungum í næsta garði Nágrannar Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson við Barðavog í Reykjavík í fyrrasumar lýstu því fyrir dómi hvernig þau sáu Magnús traðka á Gylfa á meðan hann lá meðvitundarlaus fyrir utan hús sitt. Magnús sagðist fyrir dómi ekki hafa snert manninn eftir að hann féll á jörðina meðvitundarlaus. 29. mars 2023 15:43 Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. 30. mars 2023 12:22
Nágrannarnir fylgdust með hörmungum í næsta garði Nágrannar Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson við Barðavog í Reykjavík í fyrrasumar lýstu því fyrir dómi hvernig þau sáu Magnús traðka á Gylfa á meðan hann lá meðvitundarlaus fyrir utan hús sitt. Magnús sagðist fyrir dómi ekki hafa snert manninn eftir að hann féll á jörðina meðvitundarlaus. 29. mars 2023 15:43
Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15