Segir aðgerðirnar ekki duga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 12:29 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30