Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:54 Landspítalinn segist ekki hafa átt neinn þátt í tilvísun blóðrannsóknar á vegum Greenfit. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira