Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 06:58 Muratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021. epa/Maxim Shipenkov „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira