Finnst þetta vera vanmetinn titill Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 22:30 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum