Finnst þetta vera vanmetinn titill Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 22:30 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum