Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 06:53 Rektor segir HÍ ekki geta verið án fjármuna HHÍ, sem hafa verið notaðir til að fjármagna byggingar háskólans. Vísir/Ívar Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor. Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor.
Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira