Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2023 19:30 Forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir að hljóðið í hugvísindafólki sé þungt þessa dagana. Vísir/Arnar Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“ Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“
Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09
Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01