Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 14:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni.
Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira