Baldur um ÍBV: „Vísbendingar um góð kaup“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 11:00 Filip Valencic lofar góðu fyrir ÍBV. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson segir jákvæð teikn á lofti hjá ÍBV eftir gott undirbúningstímabil. Liðinu er spáð 8. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira