Hefði ekki drepið þá hjá Fréttinni að spyrja hvort um grín væri að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2023 10:20 Ólafur Kristjánsson segir grínið bara hafa átt að vera fyrir sinn vinahóp. Fréttin.is hafi gripið grínið á loftið og sett út sem frétt án nokkurra fyrirvara. Ólafur Kristjánsson gengst við því að vera maðurinn sem grínaðist með það að Edda Falak ynni ekki í Landsbankanum. Ólafur upplýsti um þetta í Bítinu í morgun og veltir fyrir sér hvers vegna vefsíðan Fréttin.is hafði ekki samband við hann til að athuga hvort um grín væri að ræða. Landsbankinn sá sig knúinn til að vekja athygli á því á vefsíðu sinni í gær að myndskeið og myndir úr hraðbanka Landsbankans væru fölsuð. Bankinn hefði ekki breytt viðmóti sínu í hraðbönkum til að taka fram að Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, ynni ekki í bankanum. Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Svo eru þeir, eins og Ólafur, sem slá málinu upp í grín. Fréttin vísaði til glöggs netverja Fréttin.is sem Margrét Friðriksdóttir heldur úti sagði frá því í gær að Landsbankinn hefði sett fyrrnefnd skilaboð í hraðbanka sína. Vísaði vefsíðan til þess að glöggur netverji hefði undrast þegar skilaboðin blöstu við. „Mögulega er bankinn að leggja áherslu á að einungis heiðarlegt fólk vinni í bankanum og þar sé ekkert kynbundið ofbeldi stundað,“ sagði á vef Fréttarinnar. Nú liggur fyrir að hinn „glöggi netverji“ er Ólafur Kristjánsson sem mætti í Bítið í morgun og ræddi málið. „Þetta var bara sunnudagsgrín hjá mér. Ég var að fara í hraðbankann uppi í Grafarholti. Ég gleymdi kortinu og var pínu pirraður. Það er búið að vera frost í níu mánuði og maður sér ekki fram á að hlýni fyrr en um miðjan júlí. Ég var pínu neikvæður,“ segir Ólafur. Bjó til lítið grín Hann hafi ákveðið að sprella svolítið með eitt af fréttamálum líðandi stundar. „Edda Falak hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Svo ég bjó til lítið grín. Ég setti skilaboð að Edda Falak hefði aldrei unnið í banka, inn á skjáinn hjá Landsbankanum.“ Skilaboðin vöktu töluverða athygli þótt telja megi líklegt að flestir landsmenn hafi áttað sig á því að um einhvers konar grín væri að ræða. Ólafur upplýsir að hann hafi nýtt tölvukunnáttu sína til að setja skilaboðin inn á myndband sem hann tók í hraðbankanum. Hann segist í raun hafa misst sig í að gera grínið illa svo það hafi á endanum orðið ansi raunverulegt. Glöggir aðilar hafi þó bent honum á að hann væri ekki að nota sama letur og væri í hraðbankanum hjá Landsbankanum. Falsfrétt af bestu gerð „Ég var ekkert að eyða of miklum tíma í þetta,“ segir Ólafur. Grínið hafi verið sett fram á hans persónulegu Facebook-síðu og svo hafi Fréttin.is fallið í gildruna, svo að segja. „Það hefði ekki drepið þá hjá Fréttinni að hafa samband við mig og spyrja hvort þetta væri grín eða ekki,“ segir Ólafur og vísar til þess að Fréttin hafi slegið gríninu upp sem frétt án þess að kynna sér málið. „Þetta var falsfrétt af bestu gerð. Mikið grín og það var mikið hlegið. En svo er alltaf, eins og í öllu góðu gríni, einhver hópur sem finnst það ekki fyndið. Fyrir mér er það líka grín.“ Ólafur segir Landsbankann hafa brugðist rosalega vel við stöðunni með tilkynningu á vef bankans til að taka af vafa um að myndböndin og myndin væru fölsuð. Fjölmiðlar Landsbankinn Tengdar fréttir Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. 27. mars 2023 16:34 Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Inga segir Ásthildi Lóu grjótharða og hún komi aftur Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Sjá meira
Landsbankinn sá sig knúinn til að vekja athygli á því á vefsíðu sinni í gær að myndskeið og myndir úr hraðbanka Landsbankans væru fölsuð. Bankinn hefði ekki breytt viðmóti sínu í hraðbönkum til að taka fram að Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, ynni ekki í bankanum. Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Svo eru þeir, eins og Ólafur, sem slá málinu upp í grín. Fréttin vísaði til glöggs netverja Fréttin.is sem Margrét Friðriksdóttir heldur úti sagði frá því í gær að Landsbankinn hefði sett fyrrnefnd skilaboð í hraðbanka sína. Vísaði vefsíðan til þess að glöggur netverji hefði undrast þegar skilaboðin blöstu við. „Mögulega er bankinn að leggja áherslu á að einungis heiðarlegt fólk vinni í bankanum og þar sé ekkert kynbundið ofbeldi stundað,“ sagði á vef Fréttarinnar. Nú liggur fyrir að hinn „glöggi netverji“ er Ólafur Kristjánsson sem mætti í Bítið í morgun og ræddi málið. „Þetta var bara sunnudagsgrín hjá mér. Ég var að fara í hraðbankann uppi í Grafarholti. Ég gleymdi kortinu og var pínu pirraður. Það er búið að vera frost í níu mánuði og maður sér ekki fram á að hlýni fyrr en um miðjan júlí. Ég var pínu neikvæður,“ segir Ólafur. Bjó til lítið grín Hann hafi ákveðið að sprella svolítið með eitt af fréttamálum líðandi stundar. „Edda Falak hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Svo ég bjó til lítið grín. Ég setti skilaboð að Edda Falak hefði aldrei unnið í banka, inn á skjáinn hjá Landsbankanum.“ Skilaboðin vöktu töluverða athygli þótt telja megi líklegt að flestir landsmenn hafi áttað sig á því að um einhvers konar grín væri að ræða. Ólafur upplýsir að hann hafi nýtt tölvukunnáttu sína til að setja skilaboðin inn á myndband sem hann tók í hraðbankanum. Hann segist í raun hafa misst sig í að gera grínið illa svo það hafi á endanum orðið ansi raunverulegt. Glöggir aðilar hafi þó bent honum á að hann væri ekki að nota sama letur og væri í hraðbankanum hjá Landsbankanum. Falsfrétt af bestu gerð „Ég var ekkert að eyða of miklum tíma í þetta,“ segir Ólafur. Grínið hafi verið sett fram á hans persónulegu Facebook-síðu og svo hafi Fréttin.is fallið í gildruna, svo að segja. „Það hefði ekki drepið þá hjá Fréttinni að hafa samband við mig og spyrja hvort þetta væri grín eða ekki,“ segir Ólafur og vísar til þess að Fréttin hafi slegið gríninu upp sem frétt án þess að kynna sér málið. „Þetta var falsfrétt af bestu gerð. Mikið grín og það var mikið hlegið. En svo er alltaf, eins og í öllu góðu gríni, einhver hópur sem finnst það ekki fyndið. Fyrir mér er það líka grín.“ Ólafur segir Landsbankann hafa brugðist rosalega vel við stöðunni með tilkynningu á vef bankans til að taka af vafa um að myndböndin og myndin væru fölsuð.
Fjölmiðlar Landsbankinn Tengdar fréttir Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. 27. mars 2023 16:34 Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Inga segir Ásthildi Lóu grjótharða og hún komi aftur Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Sjá meira
Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. 27. mars 2023 16:34
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03
Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15