Þjálfari Svía gekk út úr viðtali eftir 5-0 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 08:30 Janne Andersson var mjög pirraður í viðtali eftir leikinn þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur. Getty/Michael Campanella Svíar unnu 5-0 stórsigur á Aserbaísjan í undankeppni EM í gær og það ætti að vera ástæða til að fá hressan landsliðsþjálfara í viðtal. Viðtalið við Janne Andersson endaði hins vegar ekki vel. Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira