Leikskólabörn rappa um Kjarval Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2023 20:00 Krakkarnir á Kvistaborg eru ótal hæfileikum gæddir og geta rappað um Kjarval eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað. Vísir Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins. Verkefnið Kjarval, álfar og tröll hefur staðið yfir frá því í janúar en börnin hafa með margvíslegum aðferðum kynnt sér listmálarann Kjarval. Þau hafa málað úti í náttúrunni, opnað vinnustofu Kjarvals í dúkkukrók og nú síðast samið rapp um Kjarval. Deildarstjóri segir að kveikjan hafi verið frá barni sem vildi fá að rappa um Kjarval. Kennararnir ákváðu síðan að stækka hugmyndina og fá alla með. „Við skiptum börnunum niður í hópa og skrifuðum niður allt sem þau sögðu um Kjarval. Þetta eru alfarið þeirra orð. Þetta eru ekki við að segja hvað okkur finnst um Kjarval heldur eru þetta þeirra orð, frá a-ö. Svo erum við núna bara komin í stúdíó til að taka þetta lengra,“ segir Erna Agnes Sigurgeirsdóttir deildarstjóri á Kvistaborg. Lagið verður síðan gefið út á Spotify við setningu barnamenningarhátíðar þann 18. apríl næstkomandi. „Mér finnst þetta verkefni Kjarval, álfar og tröll í Kvistaborg, sýna það og sanna hvað börn eru ótrúlega merkilegar manneskjur, hvað þau hafa ótrúlega margt fram að færa, hvað þau eru hæf og að við verðum að hlusta á raddir þeirra.“ Börn og uppeldi Leikskólar Menning Myndlist Tónlist Krakkar Tengdar fréttir Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Verkefnið Kjarval, álfar og tröll hefur staðið yfir frá því í janúar en börnin hafa með margvíslegum aðferðum kynnt sér listmálarann Kjarval. Þau hafa málað úti í náttúrunni, opnað vinnustofu Kjarvals í dúkkukrók og nú síðast samið rapp um Kjarval. Deildarstjóri segir að kveikjan hafi verið frá barni sem vildi fá að rappa um Kjarval. Kennararnir ákváðu síðan að stækka hugmyndina og fá alla með. „Við skiptum börnunum niður í hópa og skrifuðum niður allt sem þau sögðu um Kjarval. Þetta eru alfarið þeirra orð. Þetta eru ekki við að segja hvað okkur finnst um Kjarval heldur eru þetta þeirra orð, frá a-ö. Svo erum við núna bara komin í stúdíó til að taka þetta lengra,“ segir Erna Agnes Sigurgeirsdóttir deildarstjóri á Kvistaborg. Lagið verður síðan gefið út á Spotify við setningu barnamenningarhátíðar þann 18. apríl næstkomandi. „Mér finnst þetta verkefni Kjarval, álfar og tröll í Kvistaborg, sýna það og sanna hvað börn eru ótrúlega merkilegar manneskjur, hvað þau hafa ótrúlega margt fram að færa, hvað þau eru hæf og að við verðum að hlusta á raddir þeirra.“
Börn og uppeldi Leikskólar Menning Myndlist Tónlist Krakkar Tengdar fréttir Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00