Minkaeldi og efnamengun Björn M. Sigurjónsson skrifar 27. mars 2023 12:00 Minkabúskap fylgir notkun efna, sem eru notuð við sútun skinnanna, efni sem eru hættuleg og krabbameinsvaldandi. Af þeim sökum er fráleitt að telja mínkabúskap umhverfisvænan eða lífrænan. Jafnvel þó minkar séu fóðraðir á úrgangi úr sláturhúsum og fiskvinnslu sem ella þyrfti að urða. Minkaeldi fæðir af sér tvær afurðir. Skinnið og hræið af minknum. Skinnið er sútað og rotvarið með m.a. formaliíni, krómium VI, PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon), Alkylphenol ethoxylate (APO og NEPO), auk Azo litarefna og þungmálma svo sem blýi. Þessi efni eru öll á alþjóðlegum listum yfir krabbameinsvaldandi efni. Við eftirlit evrópskra rannsóknarstofa hafa þær mælt leifar þessarra efna í fatnaði með loðkrögum, fyrir fullorðna og börn, hvort sem er lituð eða ólituð, og framleidd í ýmsum löndum. Meirihluti sýna úr loðfatnaði sem seldur er á Evrópskum mörkuðum innihalda efni í magni sem er yfir löglegum mörkum. Þessi efni eru heilsuspillandi fyrir starfsfólk í sútunariðnaði þar sem leysiefni, sýrur, sútunarefni, sveppaeitur, litarefni og bleikiefni valda m.a. krabbameini, ertingu, útbrotum, ertingu í slímhúð og geta jafnvel verið banvæn. Formalín sem er afar eitrað efni er notað til að varna rotnun skinnana og festa hárin við leðurhúðina. Það er á lista yfir krabbameinsvaldandi eiturefni Alþjóðakrabbameins Rannsóknarstofnunarinnar (International Agency for Research on Cancer) sem tekur það fram að formalín er sérstaklega krabbameinsvaldandi. Þá eru einnig vísindalegar sannanir fyrir því að formalín veldur hvítblæði. Krómíum VI er notað við sútun skinna og er þekkt eiturefni og krabbameinsvaldandi. Evrópusambandið hefur bannað notkun Krómíum VI í framleiðslu raftækja og sett strangar reglur um notkun efnisins í reglugerðum um notkun hættulegra efna. Krómíum VI veldur krabbameini í öndunarfærum við innöndun. Dæmi eru um að Krómíum hafi sloppið frá iðnaði, þrátt fyrir bestu hreinsitækni, svo sem í Ástraiíu 2011, og á Indlandi þar sem sútunarverksmiðja mengaði matvæli og vatn. PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon) eru eiturefni sem valda krabbameini við innöndun og snertingu við húð. Þessi efni eru notuð sem litarefni og við rotvörn leðurs og skinna. Efnið finnst t.d. Í reyk og er aðalsökudólgur krabbameins í lungum þar sem fólk andar að sér reyk. Efnið getur einnið valdið húðkrabbameini við snertingu. Alkylphenol ethoxylate (APO og NPEO) eru hreinsiefni sem eru notuð við sútun og leðurvinnslu. Þessi efni valda truflun á hormónastarfsemi og eru talin valda ófrjósemi og truflun á starfsemi kynhormóna. Með reglugerð ESB sem tók gildi 2021 og fjallar sérstaklega um textíl iðnað, var notkun APO og NPEO takmörkuð, þar sem efnið getur borist í vatn og erfitt er að eyða því, þegar það er einu sinni komið í umhverfið. Azo litarefni eru sjaldgæfari en í sumum tilfellum ef feldir eða leður eru litað hafa Azo litarefni verið notuð. Efnin geta brotnað niður við sérstakar aðstæður og hvarfast þá í eitruð efni sem eru krabbameinsvaldandi. ESB hefur þess vegna takmarkað notkun þeirra í textíl iðnaðinum. Jafnvel þó öll þessi eiturefni séu ekki notuð hérlendis og ESB hafi sett strangar reglur um notkun þeirra við framleiðslu í Evrópu, eru slíkar reglur ekki í gildi alls staðar þar sem feldir eru framleiddir. Erfitt er að kanna uppruna skinna sem enda sem kragar, dúskar, fóður, lúffur og skraut á fatnaði sem er seldur hérlendis. Það sem er nokkuð öruggt er að án þessarra efna er næsta ómögulegt að súta skinn og loðfeldi, svo þá megi nota í fatnað. Sem fyrr segir hafa eftirlitsstofnanir í Evrópu mælt magn þessarra eiturefna í loðskinnum sem eru notuð m.a. í barnafatnaði á mörkuðum í Evrópu og fundið leifar þeirra yfir leyfilegum mörkum. Ein slík rannsókn var gerð 2011, “Poisons in Fur”, þar sem sýni úr 35 tegundum loðfatnaðar í 7 Evrópulöndum voru rannsökuð. Prófað var fyrir 17 mismunandi eiturefnum, af þeim fundust 15 í meira en einu tilviki. Öll sýnin innihéldu formalín og APO (NPEO). Önnur rannsókn var gerð árið 2016 á krögum barnajakka á Ítalíu. Svo mikið fannst af eiturefnum að framleiðandanum Blumarine Baby Jackets var gert að fjarlægja vöruna af markaði. Magn Krómíum VI var yfir leyfilegum mörkum REACH reglugerðar ESB 1907/2006. Önnur slík prófun var gerð í Hollandi á loðkrögum frá 6 þekktum framleiðendum barnajakka. Meirihluti sýnanna innihélt formalín og EPA (NPEO) yfir mörkum. Við framleiðslu loðskinna eru því notuð einhver eitruðustu og hættulegustu efni sem þekkjast og sútun og verkun skinna er sú iðja sem telja má einhverja þá mest heilsuspillandi sem um getur. Sútun loðskinna er af þessum sökum eins ósjálfbær og nokkur iðja getur talist og fráleitt að gera minkaeldi að fánabera sjálfbærs Íslands. Hræ minka eru annar úrgangur sem fellur til við minkaeldi. Á Íslandi eru hræin urðuð. Einhverjar tilraunir hafa verið gerðar með notkun minkafeiti í græðandi smyrsl og hökkun hræjanna í gæludýrafóður en því var hætt. Þá er ótalið það umhverfisslys sem telja má það stærsta í Íslandssögunni, þegar minkar sluppu (og sleppa enn) úr búrum. Loðskinnaiðnaðurinn á sér sögu um ýmist útrýmingu loðdýra úr náttúrulegum heimkynnum þeirra eða eins og hérlendis þar sem minkar hafa haslað sér völl í náttúrunni vegna trassaskapar minkabænda. Til að bíta höfuðið af skömminni greiða sveitarfélög skyttum fyrir að drepa minka (og refi), sem í reynd er kostnaður samfélagsins af umhverfisslysi sem þessi iðnaður ber alfarið ábyrgð á. Það er einboðið að þessarri iðju verði hætt og Samtök um Dýravelferð á Íslandi skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Minkabúskap fylgir notkun efna, sem eru notuð við sútun skinnanna, efni sem eru hættuleg og krabbameinsvaldandi. Af þeim sökum er fráleitt að telja mínkabúskap umhverfisvænan eða lífrænan. Jafnvel þó minkar séu fóðraðir á úrgangi úr sláturhúsum og fiskvinnslu sem ella þyrfti að urða. Minkaeldi fæðir af sér tvær afurðir. Skinnið og hræið af minknum. Skinnið er sútað og rotvarið með m.a. formaliíni, krómium VI, PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon), Alkylphenol ethoxylate (APO og NEPO), auk Azo litarefna og þungmálma svo sem blýi. Þessi efni eru öll á alþjóðlegum listum yfir krabbameinsvaldandi efni. Við eftirlit evrópskra rannsóknarstofa hafa þær mælt leifar þessarra efna í fatnaði með loðkrögum, fyrir fullorðna og börn, hvort sem er lituð eða ólituð, og framleidd í ýmsum löndum. Meirihluti sýna úr loðfatnaði sem seldur er á Evrópskum mörkuðum innihalda efni í magni sem er yfir löglegum mörkum. Þessi efni eru heilsuspillandi fyrir starfsfólk í sútunariðnaði þar sem leysiefni, sýrur, sútunarefni, sveppaeitur, litarefni og bleikiefni valda m.a. krabbameini, ertingu, útbrotum, ertingu í slímhúð og geta jafnvel verið banvæn. Formalín sem er afar eitrað efni er notað til að varna rotnun skinnana og festa hárin við leðurhúðina. Það er á lista yfir krabbameinsvaldandi eiturefni Alþjóðakrabbameins Rannsóknarstofnunarinnar (International Agency for Research on Cancer) sem tekur það fram að formalín er sérstaklega krabbameinsvaldandi. Þá eru einnig vísindalegar sannanir fyrir því að formalín veldur hvítblæði. Krómíum VI er notað við sútun skinna og er þekkt eiturefni og krabbameinsvaldandi. Evrópusambandið hefur bannað notkun Krómíum VI í framleiðslu raftækja og sett strangar reglur um notkun efnisins í reglugerðum um notkun hættulegra efna. Krómíum VI veldur krabbameini í öndunarfærum við innöndun. Dæmi eru um að Krómíum hafi sloppið frá iðnaði, þrátt fyrir bestu hreinsitækni, svo sem í Ástraiíu 2011, og á Indlandi þar sem sútunarverksmiðja mengaði matvæli og vatn. PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon) eru eiturefni sem valda krabbameini við innöndun og snertingu við húð. Þessi efni eru notuð sem litarefni og við rotvörn leðurs og skinna. Efnið finnst t.d. Í reyk og er aðalsökudólgur krabbameins í lungum þar sem fólk andar að sér reyk. Efnið getur einnið valdið húðkrabbameini við snertingu. Alkylphenol ethoxylate (APO og NPEO) eru hreinsiefni sem eru notuð við sútun og leðurvinnslu. Þessi efni valda truflun á hormónastarfsemi og eru talin valda ófrjósemi og truflun á starfsemi kynhormóna. Með reglugerð ESB sem tók gildi 2021 og fjallar sérstaklega um textíl iðnað, var notkun APO og NPEO takmörkuð, þar sem efnið getur borist í vatn og erfitt er að eyða því, þegar það er einu sinni komið í umhverfið. Azo litarefni eru sjaldgæfari en í sumum tilfellum ef feldir eða leður eru litað hafa Azo litarefni verið notuð. Efnin geta brotnað niður við sérstakar aðstæður og hvarfast þá í eitruð efni sem eru krabbameinsvaldandi. ESB hefur þess vegna takmarkað notkun þeirra í textíl iðnaðinum. Jafnvel þó öll þessi eiturefni séu ekki notuð hérlendis og ESB hafi sett strangar reglur um notkun þeirra við framleiðslu í Evrópu, eru slíkar reglur ekki í gildi alls staðar þar sem feldir eru framleiddir. Erfitt er að kanna uppruna skinna sem enda sem kragar, dúskar, fóður, lúffur og skraut á fatnaði sem er seldur hérlendis. Það sem er nokkuð öruggt er að án þessarra efna er næsta ómögulegt að súta skinn og loðfeldi, svo þá megi nota í fatnað. Sem fyrr segir hafa eftirlitsstofnanir í Evrópu mælt magn þessarra eiturefna í loðskinnum sem eru notuð m.a. í barnafatnaði á mörkuðum í Evrópu og fundið leifar þeirra yfir leyfilegum mörkum. Ein slík rannsókn var gerð 2011, “Poisons in Fur”, þar sem sýni úr 35 tegundum loðfatnaðar í 7 Evrópulöndum voru rannsökuð. Prófað var fyrir 17 mismunandi eiturefnum, af þeim fundust 15 í meira en einu tilviki. Öll sýnin innihéldu formalín og APO (NPEO). Önnur rannsókn var gerð árið 2016 á krögum barnajakka á Ítalíu. Svo mikið fannst af eiturefnum að framleiðandanum Blumarine Baby Jackets var gert að fjarlægja vöruna af markaði. Magn Krómíum VI var yfir leyfilegum mörkum REACH reglugerðar ESB 1907/2006. Önnur slík prófun var gerð í Hollandi á loðkrögum frá 6 þekktum framleiðendum barnajakka. Meirihluti sýnanna innihélt formalín og EPA (NPEO) yfir mörkum. Við framleiðslu loðskinna eru því notuð einhver eitruðustu og hættulegustu efni sem þekkjast og sútun og verkun skinna er sú iðja sem telja má einhverja þá mest heilsuspillandi sem um getur. Sútun loðskinna er af þessum sökum eins ósjálfbær og nokkur iðja getur talist og fráleitt að gera minkaeldi að fánabera sjálfbærs Íslands. Hræ minka eru annar úrgangur sem fellur til við minkaeldi. Á Íslandi eru hræin urðuð. Einhverjar tilraunir hafa verið gerðar með notkun minkafeiti í græðandi smyrsl og hökkun hræjanna í gæludýrafóður en því var hætt. Þá er ótalið það umhverfisslys sem telja má það stærsta í Íslandssögunni, þegar minkar sluppu (og sleppa enn) úr búrum. Loðskinnaiðnaðurinn á sér sögu um ýmist útrýmingu loðdýra úr náttúrulegum heimkynnum þeirra eða eins og hérlendis þar sem minkar hafa haslað sér völl í náttúrunni vegna trassaskapar minkabænda. Til að bíta höfuðið af skömminni greiða sveitarfélög skyttum fyrir að drepa minka (og refi), sem í reynd er kostnaður samfélagsins af umhverfisslysi sem þessi iðnaður ber alfarið ábyrgð á. Það er einboðið að þessarri iðju verði hætt og Samtök um Dýravelferð á Íslandi skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun