Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna. Við fjöllum um málið.

Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag.

Að minnsta kosti 26 eru nú staðfestir látnir eftir að kraftmikill hvirfilbylur herjaði á Mississippi ríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Forseti landsins lofar uppbyggingu.

Meirihluti stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telur að skortur á starfsfólki muni koma til með að standa í vegi fyrir vexti greinarinnar á næstu fimm árum.

Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Á almenningssalernum í Þýskalandi geta menn orðuð fyrir því að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×