Andri: Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 18:29 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var svekktur með tap gegn Fram á heimavelli í dag en fann þó jákvæða punkta leik liðsins. „Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
„Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira