Eyjakonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 17:42 Eyjakonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum vel og innilega með stuðningsfólki sínu. ÍBV Handbolti ÍBV er deildarmeistari í Olís-deild kvenna í handbolta eftir öruggan 14 marka sigur gegn Selfyssingum í Suðurlandsslag í dag, 41-27. Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira