Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur Rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá. Lögmaður Jóns, eða Jónsa í Sigur Rós eins og hann er oftast kallaður segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir engan eld að sjá á svæðinu en að fylgst verið vel með enda geti glóð leynst lengi í mosanum.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara því sem nemur þúsund milljónum íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á sautján ára tímabili.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×