Að taka ekki næsta skref Eyrún B. Valsdóttir skrifar 24. mars 2023 15:00 Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun