Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 14:35 Rússneskir stríðsfangar í Úkraínu. Getty/Mykhaylo Palinchak Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira