Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 11:35 Loeb, sem er virtur vísindamaður, hefur haldið því fram að mögulega sé móðurskip í sólkerfinu okkar að senda minni för til að rannsaka plánetur á borð við jörðina. Getty/Bryan Bedder Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira