Innlent

Dansaði úti á miðri götu og truflaði um­ferð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn var beðinn um að færa sig upp á gangstétt.
Maðurinn var beðinn um að færa sig upp á gangstétt. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag.

Þá er greint frá sinueldum í Hafnarfirði, sem fréttastofa hefur fjallað um í dag. Það var nemandi við Menntaskólann í Kópavogi sem mun hafa kveikt á kúlublysi sem olli skaðanum, að því er fram kemur í dagbókinni.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi í Breiðholti og var einn einstaklingur handtekinn.

Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Garðabænum en í ljós kom að húseigandi hafði læst sig úti og fór inn um gluggann. Sambærileg tilkynning barst úr Hlíðunum. Lögregla fór á vettvang og ræddi við tvo menn, sem þekktir eru hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×