„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:38 Í samtali við Vísi ítrekar Frosti að við vinnslu þáttarins hafi hann aflað upplýsinganna sem blaðamaður fyrst og fremst. Hann vísar því á bug ásökunum um brot á persónuverndarlögum, enda gildi aðrar reglur þegar um er að ræða blaðamann sem aflar upplýsinga í tengslum við starf sitt. Aðsend „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. Frosti birti í morgun opið bréf til Heimildarinnar vegna starfa Eddu Falak blaðamanns á miðlinum. Edda hefur verið áberandi í samfélagsumræðu undanfarin tvö ár eða síðan hlaðvarpsþættirnir Eigin konur hófu göngu sína. Hún hefur nú hætt framleiðslu þáttanna og er hluti af ritstjórn Heimildarinnar þar sem hún framleiðir þættina Edda Falak. Frosti staðhæfði í hlaðvarpsþættinum Harmageddon á dögunum að Edda hefði villt á sér heimildir í viðtölum við fjölmiðla í gegnum tíðina. Hún hefði sagt ósatt þegar hún kvaðst hafa unnið í dönskum fjárfestingabanka og orðið þar fyrir kynbundnu áreiti. „Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum,“ segir meðal annars í opnu bréfi Frosta. Edda Falak hefur vakið athygli fyrir hlaðvarpsþætti sína Eigin konur.Vísir/Vilhelm Þá spyr Frosti hvort ekki sé vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins sé til þess „að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu.“ „Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta?“ Neitar að hafa brotið persónuverndarlög Í umræðum um málið á samfélagsmiðlum hafa meðal annars komið fram ásakanir á hendur Frosta um brot á persónuverndarlögum, og bent á að samkvæmt dönskum persónuverndarlögum og dómafordæmum megi ekki gefa upp upplýsingar um starfsmann frá fyrri vinnuveitenda án samþykkis frá starfsmanninnum sjálfum. Frosti leggur áherslu á það að við vinnslu þáttarins hafi hann aflað upplýsinganna sem blaðamaður fyrst og fremst. Hann vísar því á bug ásökunum um brot á persónuverndarlögum, enda gildi aðrar reglur þegar um er að ræða blaðamann sem aflar upplýsinga í tengslum við starf sitt. „Blaðamönnum er auðvitað fullkomlega frjálst að spyrjast fyrir þegar um jafn alvarlegar ásakanir eru að ræða eins og Edda hefur sett fram á hendur þessum fyrirtækjum. Að ýja að því að það sé einhvers konar lögbrot af minni hálfu er auðvitað bara fásinna,“ segir Frosti. Frosti var umfjöllunarefni Eddu í þáttunum Eigin konur þegar Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, sagði hann hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Frosti neitar því að hann sé að ofsækja Eddu með því að leggja fram þessar ásakanir. „Það er í raun ekki svaravert. Fólk virðist ekki vera átta sig á hversu alvarlegt það er að segja blaðamönnum ósatt. Það grefur undan trúverðugleika allra fjölmiðla og þannig lýðræðinu sjálfu. Að afhjúpa blaðamann sem hefur gert slíkt, og er þar að auki meðlimur í Blaðamannafélagi Íslands, er auðvitað bara skylda allra heiðarlegra blaðamanna. En maður sér auðvitað þessi element sértrúarsafnaða í kringum hana, sem bara geta ekki trúað neinu misjöfnu upp á frelsara sinn. Ég finn til með slíku fólki." Þá gagnrýnir Frosti skort á viðbrögðum frá Eddu og Heimildinni vegna málsins. „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu. Þögnin frá þeim er samt þrúgandi. Þetta er að verða vika síðan ég greindi frá þessu og það hefur ekki heyrst eitt orð. Á ritstjórn Heimildarinnar starfa samt nokkrir af bestu blaðamönnum landsins sem þekkja leikreglur fagsins út og inn. Ég trúi því ekki að þau ætli að láta þetta viðgangast mikið lengur.“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði á Facebook á dögunum frá nýjum þáttum Eddu á Heimildinni. „Hlakka til að sýna ykkur hvað við erum að gera, en Edda kemur inn uppfull af orku og krafti og nýtur stuðnings ritstjórnarinnar til að nálgast mál í víðara samhengi en áður.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Eddu Falak undanfarna daga vegna málsins. Þá náðist ekki í ritstjórn Heimildarinnar í dag við vinnslu fréttarinnar. Harmageddon Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Frosti birti í morgun opið bréf til Heimildarinnar vegna starfa Eddu Falak blaðamanns á miðlinum. Edda hefur verið áberandi í samfélagsumræðu undanfarin tvö ár eða síðan hlaðvarpsþættirnir Eigin konur hófu göngu sína. Hún hefur nú hætt framleiðslu þáttanna og er hluti af ritstjórn Heimildarinnar þar sem hún framleiðir þættina Edda Falak. Frosti staðhæfði í hlaðvarpsþættinum Harmageddon á dögunum að Edda hefði villt á sér heimildir í viðtölum við fjölmiðla í gegnum tíðina. Hún hefði sagt ósatt þegar hún kvaðst hafa unnið í dönskum fjárfestingabanka og orðið þar fyrir kynbundnu áreiti. „Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum,“ segir meðal annars í opnu bréfi Frosta. Edda Falak hefur vakið athygli fyrir hlaðvarpsþætti sína Eigin konur.Vísir/Vilhelm Þá spyr Frosti hvort ekki sé vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins sé til þess „að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu.“ „Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta?“ Neitar að hafa brotið persónuverndarlög Í umræðum um málið á samfélagsmiðlum hafa meðal annars komið fram ásakanir á hendur Frosta um brot á persónuverndarlögum, og bent á að samkvæmt dönskum persónuverndarlögum og dómafordæmum megi ekki gefa upp upplýsingar um starfsmann frá fyrri vinnuveitenda án samþykkis frá starfsmanninnum sjálfum. Frosti leggur áherslu á það að við vinnslu þáttarins hafi hann aflað upplýsinganna sem blaðamaður fyrst og fremst. Hann vísar því á bug ásökunum um brot á persónuverndarlögum, enda gildi aðrar reglur þegar um er að ræða blaðamann sem aflar upplýsinga í tengslum við starf sitt. „Blaðamönnum er auðvitað fullkomlega frjálst að spyrjast fyrir þegar um jafn alvarlegar ásakanir eru að ræða eins og Edda hefur sett fram á hendur þessum fyrirtækjum. Að ýja að því að það sé einhvers konar lögbrot af minni hálfu er auðvitað bara fásinna,“ segir Frosti. Frosti var umfjöllunarefni Eddu í þáttunum Eigin konur þegar Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, sagði hann hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Frosti neitar því að hann sé að ofsækja Eddu með því að leggja fram þessar ásakanir. „Það er í raun ekki svaravert. Fólk virðist ekki vera átta sig á hversu alvarlegt það er að segja blaðamönnum ósatt. Það grefur undan trúverðugleika allra fjölmiðla og þannig lýðræðinu sjálfu. Að afhjúpa blaðamann sem hefur gert slíkt, og er þar að auki meðlimur í Blaðamannafélagi Íslands, er auðvitað bara skylda allra heiðarlegra blaðamanna. En maður sér auðvitað þessi element sértrúarsafnaða í kringum hana, sem bara geta ekki trúað neinu misjöfnu upp á frelsara sinn. Ég finn til með slíku fólki." Þá gagnrýnir Frosti skort á viðbrögðum frá Eddu og Heimildinni vegna málsins. „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu. Þögnin frá þeim er samt þrúgandi. Þetta er að verða vika síðan ég greindi frá þessu og það hefur ekki heyrst eitt orð. Á ritstjórn Heimildarinnar starfa samt nokkrir af bestu blaðamönnum landsins sem þekkja leikreglur fagsins út og inn. Ég trúi því ekki að þau ætli að láta þetta viðgangast mikið lengur.“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði á Facebook á dögunum frá nýjum þáttum Eddu á Heimildinni. „Hlakka til að sýna ykkur hvað við erum að gera, en Edda kemur inn uppfull af orku og krafti og nýtur stuðnings ritstjórnarinnar til að nálgast mál í víðara samhengi en áður.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Eddu Falak undanfarna daga vegna málsins. Þá náðist ekki í ritstjórn Heimildarinnar í dag við vinnslu fréttarinnar.
Harmageddon Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira