Handbolti

Allt jafnt fyrir síðari leikinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í Nantes eru í harðri baráttu um sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í Nantes eru í harðri baráttu um sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes gerðu jafntefli við pólska liðið Wisla Plock þegar liðin mættust í Póllandi í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Um er að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 8-liða úrslitum en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.

Gestirnir frá Nantes byrjuðu betur og komust í 3-0 en heimamenn vöknuðu þó fljótlega og þegar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan 10-10. Gestirnir luku fyrri hálfleik þó betur og leiddu 18-15 að honum loknum.

Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Nantes var með frumkvæðið en rétt fyrir miðbik hálfleiksins tókst Wisla Plock að jafna og eftir það munaði aldrei meiru en einu marki á liðinu.

Wisla komst í 32-31 þegar rúm mínúta var eftir en Thibaud Briet jafnaði metin þegar háfl mínúta var eftir og þar við sat.

Viktor Gísli varði fimm skot í marki Nantes í kvöld eða tæplega 27% þeirra skota sem hann fékk á sig. Valero Rivera var lang markahæstur hjá Nantes með tíu mörk en Dmitry Zhitnikov og Tin Lucin skoruðu sex mörk hvor fyrir Wisla Plock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×