Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 22. mars 2023 09:30 Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun