Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 23:36 Langþreyttum foreldrum er sama um hönnunarverðlaun leikskóla borgarinnar á meðan börn þeirra fá ekki pláss inni á þeim. samsett Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00