Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:52 Sósíalistar gagnrýna Pírata fyrir afstöðu þeirra gegn fyrirhuguðu auknu eftirlitsmyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49