Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2023 11:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins. Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins.
Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira