Skoðun

Er „ó­veru­leg“ hætta á jarð­skjálftum við Straums­vík á­sættan­leg?

Davíð A Stefánsson skrifar

Fyrirtækið Coda Terminal vinnur að því að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík, s.k. Carbfix. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð sem m.a. verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur með tíð og tíma.

Starfseminni getur fylgt aukin skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt Coda Terminal er hættan á því óveruleg en ekki útilokuð. Þá vaknar sú spurning: Er ásættanlegt að Hafnfirðingar búi við óvissu um hvort skjálftavirkni í bænum muni aukast eða ekki?

Mikilvægt er að sveitarfélagið fái skýr svör við þeirri spurningu áður en lengra er haldið með verkefnið. Möguleg aukin skjálftavirkni í nágrenni Straumsvíkur er eðlilega áhyggjuefni fyrir íbúa í bænum, ekki síst á Völlum og nærliggjandi iðnaðarhverfi.

Legg til málið fari með einhverju hætti í íbúakosningu. Landnýtingin og starfsemin er þess eðlis, og svo nærri byggð, að hún kallar á samráð við íbúa. Það hefur áður verið gert með ágætum við þróun Straumsvíkursvæðisins.

Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.




Skoðun

Sjá meira


×