Skoðun

Guðni Th. Jóhannes­son: Ekki lög­festa mann­réttinda­brot í þínu nafni!

Askur Hrafn Hannesson, Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifa

Við skorum á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands að nýta neitunarvald sitt í þeim tilgangi að stöðva atlögu Alþingis til að lögfesta ómannúðlegt útlendingafrumvarp. Frumvarpið fer þvert gegn Mannréttindayfirlýsingu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og jafnréttislögum. 

Einnig hefur beiðnum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá verið hafnað af meirihluta Alþingis. Helstu mannréttindasamtök og stofnanir Íslands á borð við Íslandsdeild Amnesty International, Unicef á Íslandi, Rauða krossinn, Kvenréttindafélag Íslands, Samtökin 78, Mannréttindaskrifstofu Íslands og fleiri hafa öll fordæmt frumvarpið. 

Því krefjumst við að þú stígir inn í og leiðréttir þessi afglöp Alþingis og standir vörð um mannréttindi og stjórnarskrá Íslands. Á þessu stigi málsins ert þú hinsta von okkar Íslendinga sem vilja koma í veg fyrir þessa ómannúðlegu löggjöf. 

Þessi lagasetning setur hættulegt fordæmi og sendir þau skilaboð að Ísland sé fjandsamlegt stórum hópi fólks. Ætti Ísland ekki vera að leiðandi í jafnrétti og mannúð? Þegar Alþingi bregst skyldu sinni eins og það gerði þá er það undir þér komið sem forseta að halda uppi heiðri og gildum Íslands.

Á Ísland.is höfum við byrjað undirskriftalista sem hægt er að nálgast undir þessari vefslóð: https://listar.island.is/Stydjum/135

Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×