Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. mars 2023 16:30 Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun