Fyrir hverja er í boði að mennta sig? Alexandra Ýr van Erven skrifar 20. mars 2023 13:30 Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum. Menntasjóðurinn á að vera stuðningsnetið sem kemur stúdentum í gegnum háskólanám, stuðningsnet sem gerir þeim kleift að leggja stund á nám sitt og gefa að því loknu til baka til samfélagsins með nýtingu þeirrar reynslu og þekkingar sem aflað var í náminu. Þetta stuðningsnet er lykilforsenda þess að háskólanám sé aðgengilegt og hægt sé að ná fram jafnrétti allra til náms. Við vitum þó vel að stuðningsnetið okkar er löngu brostið. Framfærslulánin duga ekki til að standa straum af framfærslukostnaði, skólagjaldalán duga ekki fyrir öllum námsleiðum, vextir á námslánum hafa aldrei verið hærri, kerfið er ósveigjanlegt og stirt og svo mætti lengi telja. Því er ekki að furða að fjöldi lántaka hjá Menntasjóðnum hafi hríðfallið, en á síðustu 10 árum hefur lántökum fækkað um helming. Þegar nýtnin á stuðningsnetinu er orðin svona lítil þurfa stjórnvöld að fara að spyrja sig spurninga. Ekki einungis um það hvernig er hægt að búa betur um stúdenta heldur hvernig við getum tryggt betra aðgengi að háskólanámi. Eða á það ekki að vera í boði fyrir okkur öll að mennta sig? Ljóst er að vankantar námslánakerfisins hindra aðgengi að háskólanámi. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu frá OECD hefur 41,9% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 49% í Danmörku, 49,2% í Svíþjóð og 55% í Noregi. Samanburðurinn er sláandi og skýtur skökku við þá ímynd sem mörg okkar hafa af íslensku samfélagi. Í ljósi þess að töluvert færri ungmenni hafa menntað sig á Íslandi en á Norðurlöndum ættu stjórnvöld að leggja kapp á að greiða leiðina að háskólanámi. Hvernig náum við markmiði laganna? Í lögum um Menntasjóð námsmanna er kveðið á um að framfærslulán nægi hverjum nemanda til að standa straum af almennum framfærslukostnaði á Íslandi. Sú er þó ekki raunin og er það ein helsta ástæða þess að 71% háskólanema á Íslandi vinna með námi og er hlutfallið með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þar af fullyrða 72% þeirra nema sem vinna með námi að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Vinnan er þó fljót að koma í bakið á stúdentum en frítekjumark námslána skerðir framfærslulánin og leiðir til þess að stúdentar þurfa að vinna enn meira með námi til þess að ná endum saman. Þetta er sannkallaður vítahringur. Þessi tilneydda atvinnuþátttaka er ennfremur illskiljanleg í ljósi þess að lög um Menntasjóð námsmanna áttu að skapa hvata fyrir nemendur að ljúka námi á tilsettum tíma með því að veita 30% niðurfellingu á höfuðstól námslána að námi loknu. Vegna lágrar framfærslu þurfa stúdentar þó að vinna með námi og eiga 25% stúdenta í erfiðleikum með að sinna náminu vegna mikillar vinnu. Því er ljóst að markmiðum sjóðsins verður ekki náð nema lántakar eigi kost á fullnægjandi framfærslu. Sjóðurinn þarf ekki að vera sjálfbær Einn afdrifaríkasti galli námslánakerfisins er þó sá að stjórnvöld hafa dregið þá metnaðarlausu línu að sjóðurinn eigi að vera sjálfbær. Þessi hugsunarháttur lýsir skammsýni í menntamálum og ber þess ekki merki að stjórnvöld líti á háskólanám og stúdenta sem fjárfestingu fyrir samfélagið allt. Fjárfesting í námi felur í sér ábata fyrir samfélagið allt og sem sakir standa virðist vera eins og stjórnvöld hafi gleymt því, enda endurspegla fjárframlög ríkisins þessa staðreynd ekki. Það sjónarmið stjórnvalda að sjóðurinn skuli vera sjálfbær er orsök margra vankanta. Til að mynda hamlandi ábyrgðarmannakerfis, að skólagjaldalán dugi ekki fyrir öllum námsleiðum, þess að vaxtaþakið er allt of hátt og svo framvegis og framvegis. Þættir sem eiga það sameiginlegt að hindra aðgengi að námi. Stjórnvöld eru í dauðafæri til þess að gera breytingar, því nú fer fram endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þessi endurskoðun veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi og ef stjórnvöldum er alvara um að ætla að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi verður að nýta hana til hins ítrasta. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum. Menntasjóðurinn á að vera stuðningsnetið sem kemur stúdentum í gegnum háskólanám, stuðningsnet sem gerir þeim kleift að leggja stund á nám sitt og gefa að því loknu til baka til samfélagsins með nýtingu þeirrar reynslu og þekkingar sem aflað var í náminu. Þetta stuðningsnet er lykilforsenda þess að háskólanám sé aðgengilegt og hægt sé að ná fram jafnrétti allra til náms. Við vitum þó vel að stuðningsnetið okkar er löngu brostið. Framfærslulánin duga ekki til að standa straum af framfærslukostnaði, skólagjaldalán duga ekki fyrir öllum námsleiðum, vextir á námslánum hafa aldrei verið hærri, kerfið er ósveigjanlegt og stirt og svo mætti lengi telja. Því er ekki að furða að fjöldi lántaka hjá Menntasjóðnum hafi hríðfallið, en á síðustu 10 árum hefur lántökum fækkað um helming. Þegar nýtnin á stuðningsnetinu er orðin svona lítil þurfa stjórnvöld að fara að spyrja sig spurninga. Ekki einungis um það hvernig er hægt að búa betur um stúdenta heldur hvernig við getum tryggt betra aðgengi að háskólanámi. Eða á það ekki að vera í boði fyrir okkur öll að mennta sig? Ljóst er að vankantar námslánakerfisins hindra aðgengi að háskólanámi. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu frá OECD hefur 41,9% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 49% í Danmörku, 49,2% í Svíþjóð og 55% í Noregi. Samanburðurinn er sláandi og skýtur skökku við þá ímynd sem mörg okkar hafa af íslensku samfélagi. Í ljósi þess að töluvert færri ungmenni hafa menntað sig á Íslandi en á Norðurlöndum ættu stjórnvöld að leggja kapp á að greiða leiðina að háskólanámi. Hvernig náum við markmiði laganna? Í lögum um Menntasjóð námsmanna er kveðið á um að framfærslulán nægi hverjum nemanda til að standa straum af almennum framfærslukostnaði á Íslandi. Sú er þó ekki raunin og er það ein helsta ástæða þess að 71% háskólanema á Íslandi vinna með námi og er hlutfallið með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þar af fullyrða 72% þeirra nema sem vinna með námi að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Vinnan er þó fljót að koma í bakið á stúdentum en frítekjumark námslána skerðir framfærslulánin og leiðir til þess að stúdentar þurfa að vinna enn meira með námi til þess að ná endum saman. Þetta er sannkallaður vítahringur. Þessi tilneydda atvinnuþátttaka er ennfremur illskiljanleg í ljósi þess að lög um Menntasjóð námsmanna áttu að skapa hvata fyrir nemendur að ljúka námi á tilsettum tíma með því að veita 30% niðurfellingu á höfuðstól námslána að námi loknu. Vegna lágrar framfærslu þurfa stúdentar þó að vinna með námi og eiga 25% stúdenta í erfiðleikum með að sinna náminu vegna mikillar vinnu. Því er ljóst að markmiðum sjóðsins verður ekki náð nema lántakar eigi kost á fullnægjandi framfærslu. Sjóðurinn þarf ekki að vera sjálfbær Einn afdrifaríkasti galli námslánakerfisins er þó sá að stjórnvöld hafa dregið þá metnaðarlausu línu að sjóðurinn eigi að vera sjálfbær. Þessi hugsunarháttur lýsir skammsýni í menntamálum og ber þess ekki merki að stjórnvöld líti á háskólanám og stúdenta sem fjárfestingu fyrir samfélagið allt. Fjárfesting í námi felur í sér ábata fyrir samfélagið allt og sem sakir standa virðist vera eins og stjórnvöld hafi gleymt því, enda endurspegla fjárframlög ríkisins þessa staðreynd ekki. Það sjónarmið stjórnvalda að sjóðurinn skuli vera sjálfbær er orsök margra vankanta. Til að mynda hamlandi ábyrgðarmannakerfis, að skólagjaldalán dugi ekki fyrir öllum námsleiðum, þess að vaxtaþakið er allt of hátt og svo framvegis og framvegis. Þættir sem eiga það sameiginlegt að hindra aðgengi að námi. Stjórnvöld eru í dauðafæri til þess að gera breytingar, því nú fer fram endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þessi endurskoðun veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi og ef stjórnvöldum er alvara um að ætla að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi verður að nýta hana til hins ítrasta. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun