Dró eiginmanninn út í jólabrasið sem tímir nú varla að selja verslunina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2023 07:01 Hjónin Gunnar og Anne Helen hafa staðið vaktina í Litlu jólabúðinni í tuttugu og tvö ár. Nú standa þau á tímamótum. ívar fannar arnarsson „Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins,“ segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mis mikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar. Á Laugavegi innan um allar Lundabúðirnar leynist verslun þar sem jólin fara fram allan ársins hring. Litla jólabúðin sem var í síðustu viku auglýst til sölu. Eigendurnir og hjónin Anne Helen og Gunnar sem hafa rekið verslunina í tuttugu og tvö ár segja að ákvörðun um sölu hafi verið gríðarlega erfið enda langi þau ekkert til að hætta - en aldurinn sé farinn að segja til sín. „Við erum bara orðin eldri en við vorum þegar við byrjuðum og viljum fara að hvíla okkur og jafnvel ferðast meira og nota tímann áður en yfir lýkur,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi verslunarinnar. Anne Helen segist ekki vita hvað vörunúmer verslunarinnar séu mörg. skjáskot/stöð 2 Eins og sést er ógrynni af jólavörum til sölu í þessari litlu verslun sem margir halda að sé árstíðabundin og gangi einungis vel í kringum jólin sem hjónin segja alrangt. Stríður straumur ferðamanna sæki verslunina allan ársins hring, mest sé að gera á sumrin og í slæmu veðri á veturna. Heilt yfir sé hreint út sagt brjálað að gera. „Það verður söknuður“ Fastakúnnar verslunarinnar eru ekki par sáttir með fyrirhugaða sölu. „Jú ég er búin að fá hér fólk trekk í trekk sem spyrja hvort ég sé búin að selja og eru fegin að heyra að svo sé ekki. Vilja ekki að búðin fari því við eigum marga góða fastakúnna, bæði Íslendinga og erlenda aðila sem koma aftur og aftur.“ „Það verður söknuður, ég veit það. Það er vart að maður tími að selja sko. Þetta er svo gott,“ segir Gunnar Hafsteinsson. Vilja sjá búðina lifa áfram Helst vilja hjónin að jólabúðin lifi áfram en verði ekki breytt í annan rekstur. „Já auðvitað viljum við það, þetta er barnið okkar. Ég vildi gjarnan sjá sérstaklega ungt fólk taka við og halda þessu áfram því þetta er gullmoli. Útlendingarnir alveg dýrka þessa búð. Þeir hafa samband eftir að þeir koma heim, segjast ekki hafa keypt þetta og hitt og spyrja hvort við getum sent þetta og svona þannig þetta er gullmoli,“ segir Anne. Hjónin hafa myndað sterk sambönd við fastakúnnana auk þess sem nýir kúnnar komi inn í búðina daglega frá öllum heimshornum. Ferðamenn burðist með glerkúlur yfir lönd og höf Hvað er vinsælast? „Við erum með gífurlega mikið af íslensku handverki sem er hérna á veggnum bak við okkur. Allt sem er framleitt á Íslandi og ég tala nú ekki um úr íslenskri ull og svona, það er vinsælast en svo kaupa þeir ýmislegt. Það er ótrúlegt hvað þeir eru að kaupa og fara með út. Sérstaklega vörur sem við flytjum inn frá Evrópu og þeir eru jafnvel að kaupa það hér og fara með aftur heim,“ segir Anne. Hjónin segja reksturinn skemmtilegan og segja vart tíma að selja verslunina.ívar fannar arnarsson Ef þú lítur til baka yfir öll þessu ár, hvað hefur verið skemmtilegast? „Bara að vinna við þetta. Það er það eina. Nóg að gera og aldrei dauður tími. Alltaf eitthvað að stússast í þessu,“ segir Gunnar. Frúin jólabarn en bóndinn þvert á móti En er ekkert þreytandi að vara með jólin í kringum sig allan ársins hring? „Nei þú þarft náttúrulega að vera svolítið klikkaður til að vera með jólabúð allt árið,“ segir Anne og hlær. Stemningin sé þó árstíðabundin. Á sumrin sé vart þverfóta fyrir ferðamönnum í búðinni en Anne segist kvíða sumrinu verði hún ekki búin að selja enda sé von á metfjölda skemmtiferðaskipa. Þegar nær dregur jólum tínast Íslendingarnir inn í búðina og segir Anne að jólaandinn færist yfir hana í desember þrátt fyrir að hún sé í kringum jólaskraut alla daga ársins. Skrautið nær upp um alla veggi.skjáskot/stöð 2 Fljótur að taka jólaskrautið niður á heimilinu En ferð þú í jólaskap yfir jólin? „Yfirleitt ekki nei. Ég held minni stefnu bara. Það er alveg nóg að vera hér allt sumarið og árið,“ segir Gunnar. „Það verður að segjast eins og er að ég er nú meira jólabarn heldur en bóndinn og hef dregið hann svolítið út í þetta. Hann neyddist til að vera með mér meira hér því hann er ekkert voðalega hrifinn af öllu skrautinu sem ég treð upp um jólin. Og hann er mjög fljótur að taka það niður þegar ég segi að nú tökum við niður jólaskrautið,“ segir Anne Helen. Þannig heimilið er fullt af jólaskrauti? „Já of mikið, of mikið,“ segir Gunnar. 280 dagar eru til jóla þegar þessi frétt er skrifuð.skjáskot/stöð 2 Segja fólk hrætt við að reka jólaverslun Enn hefur enginn sýnt sölunni áhuga og segja hjónin gruna að fólk hræðist það að eiga og reka jólabúð. „Ég held að menn séu hræddir við þetta, að fara út í þetta en það á engin hræðsla að vera í kringum þetta. Ef ég get þetta þá geta þetta allir,“ segir Gunnar. „Ef ég væri yngri þá værum við ekki að selja því þetta er ótrúlega skemmtilegt. En þú þarft að hafa dálítinn áhuga á jólunum og jólavörum til að hafa áhuga á þessu.“ Verslun Jól Reykjavík Tengdar fréttir Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Anna Helen Lindsay hefur rekið Litlu jólabúðina í fimmtán ár við Laugaveg. Hún segir mestu söluna vera á sumarmánuðum til erlendra ferðamenna. Án ferðamannanna gæti verslunin ekki lifað af árið, Íslendingar versla einungis á vetrarmánuðunum. 24. desember 2015 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Á Laugavegi innan um allar Lundabúðirnar leynist verslun þar sem jólin fara fram allan ársins hring. Litla jólabúðin sem var í síðustu viku auglýst til sölu. Eigendurnir og hjónin Anne Helen og Gunnar sem hafa rekið verslunina í tuttugu og tvö ár segja að ákvörðun um sölu hafi verið gríðarlega erfið enda langi þau ekkert til að hætta - en aldurinn sé farinn að segja til sín. „Við erum bara orðin eldri en við vorum þegar við byrjuðum og viljum fara að hvíla okkur og jafnvel ferðast meira og nota tímann áður en yfir lýkur,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi verslunarinnar. Anne Helen segist ekki vita hvað vörunúmer verslunarinnar séu mörg. skjáskot/stöð 2 Eins og sést er ógrynni af jólavörum til sölu í þessari litlu verslun sem margir halda að sé árstíðabundin og gangi einungis vel í kringum jólin sem hjónin segja alrangt. Stríður straumur ferðamanna sæki verslunina allan ársins hring, mest sé að gera á sumrin og í slæmu veðri á veturna. Heilt yfir sé hreint út sagt brjálað að gera. „Það verður söknuður“ Fastakúnnar verslunarinnar eru ekki par sáttir með fyrirhugaða sölu. „Jú ég er búin að fá hér fólk trekk í trekk sem spyrja hvort ég sé búin að selja og eru fegin að heyra að svo sé ekki. Vilja ekki að búðin fari því við eigum marga góða fastakúnna, bæði Íslendinga og erlenda aðila sem koma aftur og aftur.“ „Það verður söknuður, ég veit það. Það er vart að maður tími að selja sko. Þetta er svo gott,“ segir Gunnar Hafsteinsson. Vilja sjá búðina lifa áfram Helst vilja hjónin að jólabúðin lifi áfram en verði ekki breytt í annan rekstur. „Já auðvitað viljum við það, þetta er barnið okkar. Ég vildi gjarnan sjá sérstaklega ungt fólk taka við og halda þessu áfram því þetta er gullmoli. Útlendingarnir alveg dýrka þessa búð. Þeir hafa samband eftir að þeir koma heim, segjast ekki hafa keypt þetta og hitt og spyrja hvort við getum sent þetta og svona þannig þetta er gullmoli,“ segir Anne. Hjónin hafa myndað sterk sambönd við fastakúnnana auk þess sem nýir kúnnar komi inn í búðina daglega frá öllum heimshornum. Ferðamenn burðist með glerkúlur yfir lönd og höf Hvað er vinsælast? „Við erum með gífurlega mikið af íslensku handverki sem er hérna á veggnum bak við okkur. Allt sem er framleitt á Íslandi og ég tala nú ekki um úr íslenskri ull og svona, það er vinsælast en svo kaupa þeir ýmislegt. Það er ótrúlegt hvað þeir eru að kaupa og fara með út. Sérstaklega vörur sem við flytjum inn frá Evrópu og þeir eru jafnvel að kaupa það hér og fara með aftur heim,“ segir Anne. Hjónin segja reksturinn skemmtilegan og segja vart tíma að selja verslunina.ívar fannar arnarsson Ef þú lítur til baka yfir öll þessu ár, hvað hefur verið skemmtilegast? „Bara að vinna við þetta. Það er það eina. Nóg að gera og aldrei dauður tími. Alltaf eitthvað að stússast í þessu,“ segir Gunnar. Frúin jólabarn en bóndinn þvert á móti En er ekkert þreytandi að vara með jólin í kringum sig allan ársins hring? „Nei þú þarft náttúrulega að vera svolítið klikkaður til að vera með jólabúð allt árið,“ segir Anne og hlær. Stemningin sé þó árstíðabundin. Á sumrin sé vart þverfóta fyrir ferðamönnum í búðinni en Anne segist kvíða sumrinu verði hún ekki búin að selja enda sé von á metfjölda skemmtiferðaskipa. Þegar nær dregur jólum tínast Íslendingarnir inn í búðina og segir Anne að jólaandinn færist yfir hana í desember þrátt fyrir að hún sé í kringum jólaskraut alla daga ársins. Skrautið nær upp um alla veggi.skjáskot/stöð 2 Fljótur að taka jólaskrautið niður á heimilinu En ferð þú í jólaskap yfir jólin? „Yfirleitt ekki nei. Ég held minni stefnu bara. Það er alveg nóg að vera hér allt sumarið og árið,“ segir Gunnar. „Það verður að segjast eins og er að ég er nú meira jólabarn heldur en bóndinn og hef dregið hann svolítið út í þetta. Hann neyddist til að vera með mér meira hér því hann er ekkert voðalega hrifinn af öllu skrautinu sem ég treð upp um jólin. Og hann er mjög fljótur að taka það niður þegar ég segi að nú tökum við niður jólaskrautið,“ segir Anne Helen. Þannig heimilið er fullt af jólaskrauti? „Já of mikið, of mikið,“ segir Gunnar. 280 dagar eru til jóla þegar þessi frétt er skrifuð.skjáskot/stöð 2 Segja fólk hrætt við að reka jólaverslun Enn hefur enginn sýnt sölunni áhuga og segja hjónin gruna að fólk hræðist það að eiga og reka jólabúð. „Ég held að menn séu hræddir við þetta, að fara út í þetta en það á engin hræðsla að vera í kringum þetta. Ef ég get þetta þá geta þetta allir,“ segir Gunnar. „Ef ég væri yngri þá værum við ekki að selja því þetta er ótrúlega skemmtilegt. En þú þarft að hafa dálítinn áhuga á jólunum og jólavörum til að hafa áhuga á þessu.“
Verslun Jól Reykjavík Tengdar fréttir Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Anna Helen Lindsay hefur rekið Litlu jólabúðina í fimmtán ár við Laugaveg. Hún segir mestu söluna vera á sumarmánuðum til erlendra ferðamenna. Án ferðamannanna gæti verslunin ekki lifað af árið, Íslendingar versla einungis á vetrarmánuðunum. 24. desember 2015 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Anna Helen Lindsay hefur rekið Litlu jólabúðina í fimmtán ár við Laugaveg. Hún segir mestu söluna vera á sumarmánuðum til erlendra ferðamenna. Án ferðamannanna gæti verslunin ekki lifað af árið, Íslendingar versla einungis á vetrarmánuðunum. 24. desember 2015 07:00