Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir hafa verið handteknir í tenglum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst vegna vegna hávaða í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu og einn þeirra meðvitundarlaus. Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun og er málið í rannsókn.

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt og ræddi við íbúa um uppbyggingu borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en blaðamenn ytra segja verulega ólíklegt að Pútín hafi rætt við raunverulega íbúa borgarinnar.

Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti, en hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu samkvæmt umfjöllun spænskra rannsóknarblaðamanna. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20 þúsund flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×