Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 18. mars 2023 12:09 Sigríður Jónsdóttir fór með sigur af hólmi í Landsrétti í gær. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Sigríður Jónsdóttir hafði betur gegn sveitarfélaginu Bláskógabyggð í Landsrétti í gær eftir áralanga baráttu. Forsaga málsins er sú að á kennarafundi árið 2016 viðraði Sigríður óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans. Eftir fundinn var hún áminnt og í kjölfarið skrifaði hún grein í staðarblaðið Dagskrána. Þar sagði hún meðal annars að hún myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var síðan sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar fælust í grein hennar. Með dómi Landsréttar var því slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggir henni. Því hafi áminningin og uppsögnin verið ólögmætar auk þess sem skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér og í greininni hér að neðan fór Sigríður yfir sína hlið á málinu í löngu máli: Baráttan tekið mikið á Sigríður var enn að melta dóminn þegar slegið var á þráðinn til hennar í morgun á meðan hún var úti í fjárhúsi að rýja. „Ég er kannski aðeins að átta mig á þessu vegna þess að sjö ára barátta er náttúrulega búin að taka ansi mikið á og þetta hefur yfirleitt verið á brattann að sækja, í rauninni með það að leiða í ljós sannleikann í þessu máli. En Landsréttur gerði það nú með þessum dómi sínum í gær og hann er mjög afdráttarlaus. Ég tel að hann sé réttur,“ segir hún. Fær eina milljón en ætlar á eftir frekari bótum Með dómi Landsréttar í gær var Sigríði dæmd ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins. Skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Hún hafði þegar fallið frá kröfu vegna líkamstjóns í málinu og boðaði að höfðað yrði sérstakt dómsmál vegna þess. Hún segir þó að dómurinn sé aðeins byrjunin enda eigi eftir að heimta skaðabætur vegna atvinnumissis sem og vegna varanlegs heilsutjóns, sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. „Landsréttur vísaði frá málinu varðandi skaðabæturnar þannig að við þurfum annað hvort að höfða það aftur, reyna að fá þessari frávísun hnekkt eða semja við sveitarfélagið um þessar skaðabætur. En skaðabótaskyldan er ótvíræð, þetta er bara spurning um fjárhæðirnar. Sigríður segist ekki vongóð um að Bláskógabyggð gangi að samningaborðinu. „En það er alltaf von er það ekki? Að fólk sjái að sér. Þetta er búið að kosta sveitarfélagið mjög mikið, þessi dómur í gær þýðir að þau þurfa að borga allan minn málskostnað, sem er orðinn nærri sex milljónir. Og þessa milljón þurfa þau að borga mér með dráttarvöxtum í þrjú ár. Þau eru búin að þurfa að borga kostnað sem féll til vegna kæru til Landsréttar undir rekstri málsins. Ég tel að þetta séu um það bil átta milljónir sem þau hafa þurft að borga nú þegar vegna þessa máls, fyrir utan allan þeirra eigin lögfræðikostnað, sem verður náttúrulega aldrei leiddur í ljós,“ segir hún. Málið hefði ekki þurft að dragast á langinn Þá segir hún ljóst að allur þessi kostnaður hafi verið óþarfur. Þegar hafi verið búið að úrskurða henni í hag í málinu árið 2018 af sveitarstjórnarráðuneytinu. „Þetta hefði ekki þurft að vera svona langvarandi og svona sársaukafullt og kostnaðarsamt. Þetta er allt saman óþarfi, eins og öll önnur stríð, og gerir ekkert nema valda fjártjóni og skaða á fólki. Ég var bara að berjast fyrir réttlæti og sannleika frá upphafi í þessu máli. Ég var að berjast fyrir vinnufélaga mína, og þetta fékk ég fyrir það. Sjö ár af hörmungum,“ segir Sigríður að lokum og bætir við að hún óski þjóðinni til hamingju með að staðfest hafi verið að mannréttindi gildi hér á landi. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Dómsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir hafði betur gegn sveitarfélaginu Bláskógabyggð í Landsrétti í gær eftir áralanga baráttu. Forsaga málsins er sú að á kennarafundi árið 2016 viðraði Sigríður óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans. Eftir fundinn var hún áminnt og í kjölfarið skrifaði hún grein í staðarblaðið Dagskrána. Þar sagði hún meðal annars að hún myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var síðan sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar fælust í grein hennar. Með dómi Landsréttar var því slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggir henni. Því hafi áminningin og uppsögnin verið ólögmætar auk þess sem skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér og í greininni hér að neðan fór Sigríður yfir sína hlið á málinu í löngu máli: Baráttan tekið mikið á Sigríður var enn að melta dóminn þegar slegið var á þráðinn til hennar í morgun á meðan hún var úti í fjárhúsi að rýja. „Ég er kannski aðeins að átta mig á þessu vegna þess að sjö ára barátta er náttúrulega búin að taka ansi mikið á og þetta hefur yfirleitt verið á brattann að sækja, í rauninni með það að leiða í ljós sannleikann í þessu máli. En Landsréttur gerði það nú með þessum dómi sínum í gær og hann er mjög afdráttarlaus. Ég tel að hann sé réttur,“ segir hún. Fær eina milljón en ætlar á eftir frekari bótum Með dómi Landsréttar í gær var Sigríði dæmd ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins. Skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Hún hafði þegar fallið frá kröfu vegna líkamstjóns í málinu og boðaði að höfðað yrði sérstakt dómsmál vegna þess. Hún segir þó að dómurinn sé aðeins byrjunin enda eigi eftir að heimta skaðabætur vegna atvinnumissis sem og vegna varanlegs heilsutjóns, sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. „Landsréttur vísaði frá málinu varðandi skaðabæturnar þannig að við þurfum annað hvort að höfða það aftur, reyna að fá þessari frávísun hnekkt eða semja við sveitarfélagið um þessar skaðabætur. En skaðabótaskyldan er ótvíræð, þetta er bara spurning um fjárhæðirnar. Sigríður segist ekki vongóð um að Bláskógabyggð gangi að samningaborðinu. „En það er alltaf von er það ekki? Að fólk sjái að sér. Þetta er búið að kosta sveitarfélagið mjög mikið, þessi dómur í gær þýðir að þau þurfa að borga allan minn málskostnað, sem er orðinn nærri sex milljónir. Og þessa milljón þurfa þau að borga mér með dráttarvöxtum í þrjú ár. Þau eru búin að þurfa að borga kostnað sem féll til vegna kæru til Landsréttar undir rekstri málsins. Ég tel að þetta séu um það bil átta milljónir sem þau hafa þurft að borga nú þegar vegna þessa máls, fyrir utan allan þeirra eigin lögfræðikostnað, sem verður náttúrulega aldrei leiddur í ljós,“ segir hún. Málið hefði ekki þurft að dragast á langinn Þá segir hún ljóst að allur þessi kostnaður hafi verið óþarfur. Þegar hafi verið búið að úrskurða henni í hag í málinu árið 2018 af sveitarstjórnarráðuneytinu. „Þetta hefði ekki þurft að vera svona langvarandi og svona sársaukafullt og kostnaðarsamt. Þetta er allt saman óþarfi, eins og öll önnur stríð, og gerir ekkert nema valda fjártjóni og skaða á fólki. Ég var bara að berjast fyrir réttlæti og sannleika frá upphafi í þessu máli. Ég var að berjast fyrir vinnufélaga mína, og þetta fékk ég fyrir það. Sjö ár af hörmungum,“ segir Sigríður að lokum og bætir við að hún óski þjóðinni til hamingju með að staðfest hafi verið að mannréttindi gildi hér á landi.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Dómsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira