Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur síðastliðið sunnudagskvöld.
Hann var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. mars, en varðhaldið hefur nú verið framlengt eins og áður sagði.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miðar vel.