Innlent

Snjó­flóð á Aust­fjörðum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er af snjóflóði í Múlakollu.
Myndin er af snjóflóði í Múlakollu. Veðurstofan

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu nálægt Eskifirði. Veik lög eru í snjónum vegna skafrennings og kuldakasts síðustu daga. Veðurstofa biður fólk um að fylgjast vel með.

Snjóflóð, svokölluð flekaflóð, hafa einnig fallið á Tröllaskaga og í Skagafirði undanfarna daga. Myndin að neðan sýnir flóð í Harðskafa sem féllu á þriðjudaginn eða aðfararnótt miðvikudags.

Flóðin eru í suðurvísandi hlíð.Veðurstofan

„Eftir marga daga af éljagangi og skafrenningi á Norðurlandi og Austfjörðum hafa byggst upp óstöðugir vindflekar í fjölbreyttum viðhorfum. Auk þess hefur verið kalt í lengri tíma og við þau skilyrði er líklegt að kantaðir kristallar vaxi og myndi veik lög í snjónum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Útivistarfólk er beðið um að fara varlega, kynna sér snjóflóðaspár og meta aðstæður gaumgæfilega.

Hér er hægt að nálgast mat á snjóflóðaaðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×