Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 11:48 Daníel E. Arnarsson. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni.
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira