Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 16:00 Ja Morant er að reyna að bjarga orðspori sínu sem er í molum eftir hegðun hans að undanförnu. AP/Karen Pulfer NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira