Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 12:30 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans funduðu í Tókíó í morgun. AP/Kiyoshi Ota Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða. Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða.
Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira