Innlent

Kastaði munum úr íbúð sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sagðist hafa verið í ójafnvægi þegar hann kastaði mununum.
Maðurinn sagðist hafa verið í ójafnvægi þegar hann kastaði mununum. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem var að kasta munum úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar, en umrætt atvik átti sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir miðborg Reykjavíkur, austurbæ og vesturbæ, auk Seltjarnarness.

Fram kemur að lögregla hafi farið á vettvang og rætt við manninn sem sagðist hafa verið í ójafnvægi. Hann hafi hins vegar róast og heitið því að haga sér.

Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn, meðal annars einn sem ók á 136 kílómetra hraða á Miklubraut, annan sem ók á 143 kílómetra hraða á Reykjanesbraut og enn annan sem ók á 126 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut. Hámarkshraði er 80 á umræddum götum.

Þá segir að tilkynnt hafi verið um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og að ökumaður hafi verið kærður fyrir að aka gegn rauðu ljósi en sá reyndist vera undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×