„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Snorri Másson skrifar 16. mars 2023 09:00 Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði. Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði.
Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira